Um SGG
SGG-lögstofa ehf. er lögmannsstofa í eigu Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns
Sigurður hefur verið sjálfsætt starfnandi lögmaður frá árinu 1983. Á lögmannsferli sínum hefur Siguður flutt fjölda dómsmála á öllum dómstigum, rekið mál fyrir gerðardómum og hinum ýmsu úrskurðarnefndum framkvæmdavaldsins. Mál þessi hafa verið af ýmsum toga og snert flest svið íslensks réttar og sum leitt til mikilvægra breytinga, svo sem dómar Hæstiréttur, þar sem annars vegar var komist að þeirri niðurstöðu að dómarafulltrúar gætu ekki farið með dómsvald og hins vegar þegar það var talið andstætt stjórnarskrá að feður gætu ekki farið í barnsfaðernismál. Þá hefur Sigurður komið að málum á sviði sambúðarréttar sem hafa sett mark sitt á þetta annars óljósa réttarsvið þegar kemur að slitum óvígðrar sambúðar.
Sigurður hefur gegnt og gegnir stjórnarstörfum í félögum í atvinnurekstri og auk þess komið að stofnun nokkurra hlutafélaga, svo sem um fjölmiðlun, fjarskipti, ferðaþjónustu og fiskeldi.
Sigurður hefur auk þess ljáð frjálsum félagasamtökum lið og ráðgjöf.
Markmið SGG- lögstofu ehf. er að veita einstaklingum og lögaðilum góða og skilvika lögfræðiþjónustu einkum á þessum sviðum.
- Erfðarétti
- Fasteignarétti
- Félagarétti og fyrirtækjaráðgjöf
- Fjölskyldurétti
- Málflutningi
- Refsirétti
- Skaðabótarétti
- Skattarétti
- Vinnurétti
Staðsetning
Hef flutt starfsemi mína að Höfðabakka 9 D (2. hæð) 110 Reykjavík og starfa nú undir heitinu SGG lögstofa. Veiti sem fyrr nokkuð alhliða lögfræðiþjónustu fyrirtækjum, einstaklingum og lögaðilum.